Jonathan Tah varnarmaður Bayer Leverkusen fer frítt frá félaginu en um er að ræða þýskan landsliðsmann.
Tah er 29 ára gamall en hann hefur verið orðaður við Bayern eða Barcelona.
Tah er nú einnig orðaður við Manchester United og segir Sky Sports að United vilji fá hann.
Tah hefur lengi verið orðaður við Barcelona en spænska stórveldið hefur ekki viljað klára samkomulag við hann.
Það hefur verið vitað í rúmt ár að Tah ætlaði frítt frá Leverkusen en óvíst er hvar hann endar.