Antony kantmaður Manchester United hefur svo sannarlega vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína eftir áramót á Spáni.
Antony er á láni hjá Real Betis og hefur svo sannarlega sannað ágæti sitt.
Antony hafði átt tvö mjög erfið ár hjá Manchester United áður en hann fór á láni til Spánar.
Nú segja miðlar á Spáni að Atletico Madrid hafi áhuga á því að kaupa Antony í sumar og á Old Trafford eru menn klárir í að selja.
Spænskir miðlar segja að United sé tilbúið að selja hann á 40-50 milljónir evra.
🚨 NEW: Atlético Madrid have enquired about Antony. Manchester United would be willing to sell him for €40-50m. #MUFC [@marcosbenito9] pic.twitter.com/2ra6xcdPli
— mufcmpb (@mufcMPB) May 2, 2025