fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Björn Björnsson greinir í Facebook-færslu, sem hann veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um, frá töluverðum erfiðleikum sem hann lenti í við að skila peningum sem vegna mistaka voru millifærðir inn á bankareikning hans. Gunnari gekk erfiðlega að finna viðeigandi upplýsingar til að hafa samband við einstaklinginn sem millifærði féð inn á reikning hans. Viðskiptabanki hans og þjóðskrá vildu ekkert fyrir hann gera og vísuðu til reglna um persónuvernd. Lögreglan var einnig treg til að liðsinna Gunnari vegna sömu ástæðna. Það tókst þó að leysa málið að lokum en Gunnar furðar sig á viðtökunum sem hann fékk í ljósi þess að tilgangur hans var síður en svo annarlegur heldur þvert á móti vildi hann koma fram af heiðarleika og skila peningum sem hann sannarlega átti ekkert í. Telur hann að vel mögulegt hafi verið fyrir bankann að finna leiðir til að hjálpa honum án þess að gefa upp persónuupplýsingar.

Gunnar segist í færslunni hafa strax gert sér grein fyrir, þegar peningarnir voru lagðir inn á reikning hans, að um mistök væri að ræða og að annar einstaklingur hafi líklega átt að fá peningana. Hann vildi því ná sambandi við þann sem lagði peningana inn á reikning hans til að geta fengið nauðsynlegar upplýsingar til að millifæra fjármunina til baka:

„Einfaldlega heiðarleg viðbrögð.“

Vélrænt

Gunnari gekk ekki nægilega vel að finna símanúmer eða Facebook-reikning viðkomandi. Hann leitaði til viðskiptabanka síns og í kjölfarið þjóðskrár til að fá hjálp við að ná sambandi við einstaklinginn, sem millifærði óvart peningana inn á hans reikning, en á báðum stöðum voru svörin á sömu lund:

„Þetta lið er svo vélrænt að það datt engum í hug að hjálpa mér með þetta og allir virtust vera að gera ráð fyrir því að ég væri að sækjast eftir persónuupplýsingum að óþörfu.“

Gunnar leitaði þá til lögreglunnar og fékk þá strax þau svör að þetta væri eitthvað sem bankinn ætti að leysa úr:

„Ég sagði að hann vildi það ekki eða gæti það ekki. Í fyrstu ætlaði lögregluþjóninn ekkert að hjálpa mér og sagðist ekki mega gefa upp símanúmer eða annað. Ég sagði þá ákveðið að mér væri alveg sama um þessar persónuupplýsingar.“

Úr varð að lögreglumaðurinn sem Gunnar ræddi við leysti málið án þess þó að ganga gegn reglum um persónuvernd og peningarnir komust loks aftur til skila:

„Þetta leystist ekki fyrr en lögregluþjónninn hringdi sjálfur í viðkomandi og spurði hann hvort hann hefði ranglega millifært á mig og hvort sá aðili gæti hringt í mig. Lögregluþjóninn spurði hvort það mætti gefa upp símanúmerið mitt.“

Persónuvernd

Líklega má líta á þetta mál sem dæmi um að hinar ströngu reglur sem gilda um persónuvernd geti í vissum tilfellum snúist upp í andhverfu sína og eins og raunin varð um Gunnar gert fólki erfiðara um vik að gera það sem rétt og heiðarlegt er. Gunnar furðar sig í lok færslu sinnar, í nokkurri kaldhæðni, á hversu erfitt það reyndist fyrir hann að skila peningunum:

„Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika. Gunnar Björn má ekki undir nokkrum kringumstæðum fá símanúmer hjá fólki því þá gæti hann skilað peningum sem hann á ekki. Fólk má hafa hvaða skoðun sem er á persónuvernd, en mér finnst þetta bara algjört bull.“

Þegar DV hafði samband við Gunnar vildi hann ekki mikið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í færslunni en furðaði sig þó á að viðskiptabanki hans hafi ekki fundið aðrar leiðir til að hjálpa honum en að gefa upp persónuupplýsingar þess einstaklings sem Gunnar þurfti að komast í samband við til að skila peningunum:

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“