Amad Diallo leikmaður Manchester United er mættur aftur til æfinga langt á undan áætlun, hann gæti spilað á næstu dögum.
Diallo er mættur til æfinga fyrir leikinn gegn Athletic Bilbao í Evrópudeildinni á morgun. Fyrri leikur liðanna í undanúrslitum fer þá fram á Spáni.
Matthijs De Ligt varnarmaður liðsins sem hefur einnig verið meiddur var einnig mættur til æfinga.
Meiðsli hafa hrjáð United í vetur en Diogo Dalot meiddist á dögunum og verður ekki meira með á tímabilinu.
Diallo hefur verið lengi frá og óljóst hvort honum verði treyst í verkefnið á Spáni en hann var lykilmaður í sóknarleik liðsins fyrir meiðslin.