fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur Örn Fjeldsted gengur til liðs við Fimleikafélag Hafnarfjarðar á láni út tímabilið með kauprétti. Dagur kemur frá Breiðabliki.

„Við erum virkilega ánægðir með Dagur sé genginn til liðs við okkur, fyrst á láni en Síðan með möguleikanum á því að gera félagaskiptin varanleg. Hann passar mjög vel inn í það sem við erum að búa til, ungt, spennandi og kraftmikið lið. Hann er fljótur, áræðinn, líður vel á boltanum og er einmitt sú týpa af leikmanni sem við vorum að leita að.“ Davíð Þór Viðarsson við FH media.

FH hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og er með eitt stig eftir fjórar umferðir í deildinni. Koma Dags er því mikilvæg innspýting inn í komandi baráttu.

Dagur fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær en hann fór á láni til HK hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli fyrir vaska framgöngu.

Hann hefur ekki komið við sögu í Bestu deildinni á þessu tímabili en lék í góðum sigri Blika á Fjölni í bikarnum. Hann fer nú á lán í Hafnarfjörðinn þar sem hann ætti að vera í lykilhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur