fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Unglingar frömdu rán

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. apríl 2025 07:35

Miðborg Reykjavíkur. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og endranær á þessum tíma vikunnar var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Alls voru 110 mál skráð í kerfi í hennar en meðal þeirra var að einstaklingur var rændur í miðborg Reykjavíkur en tveir af þeim sem voru handteknir vegna málsins eru undir lögaldri.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að maður var handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu í miðbænum. Hann gistir nú í fangaklefa en lögregla þurfti að hafa ítrekuð afskipti af honum yfir daginn.

Fjórir voru síðan handteknir eftir að einstaklingur var rændur í miðbænum. Tveir af þeim enduðu í fangaklefa en hinir voru undir lögaldri svo barnavernd var kölluð til og tók ákvörðun um framhaldið en hver hún var er ekki getið í tilkynningunni.

Í Kópavogi var maður handtekinn en hann er grunaður um fjölmarga þjófnaði úr verslunum. Hann gistir fangageymslu.

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti í Reykjavík. Tveir eru grunaðir um árásina en enginn var handtekinn. Málið er, samkvæmt tilkynningunni, í rannsókn.

Loks var tilkynnt um unglinga á léttum bifhjólum að valda ama í Mosfellsbæ. Þeir létu sig hverfa þegar lögregla kom á staðinn.

Einnig var nokkuð eins og venjulega um útköll vegna ölvunar og neyslu fíkniefna, þar á meðal aksturs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“