fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Gagnrýni er eitt en rasismi og áreiti er annað mál: Vorkennir landa sínum – ,,Þeir eru að ráðast á fjölskylduna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana, leikmaður Manchester United, þarf að hundsa það sem er sagt á samskiptamiðlum og trúa því að hann eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Onana hefur upplifað erfiða tíma undanfarna mánuði í Manchester og hefur fengið mikið skítkast á samskiptamiðlum frá stuðningsmönnum félagsins.

Margir hafa boðið upp á rasisma og jafnvel skotið á eiginkonu og börn leikmannsins sem er 27 ára gamall.

Geremi, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að það sé ekkert í lagi þegar kemur að þessu máli og vonar að áreitið hafi ekki stór áhrif á markvörðinn sem kemur frá Kamerún.

Geremi er sjálfur frá Kamerún og er landi Onana en hann lagði skóna á hilluna árið 2011.

,,Allir leikmenn þurfa að taka gagnrýni en með Onana þá er þetta allt annað mál, þeir eru að ráðast á fjölskylduna hans,“ sagði Geremi.

,,FIFA leyfir þetta ekki og FIFA lítur niður á rasisma og móðganir. Þetta verður að hætta.“

,,Onana verður að halda áfram að trúa því að hann sé númer eitt hjá Manchester United, hann þarf að hundsa það sem kemur annars staðar frá. Hann hefur gert vel að komast á þennan stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann