fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“

433
Föstudaginn 25. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, sagði í viðtölum eftir tap gegn ÍBV í gær að um hafi verið að ræða leiðinlegasta leik sem hann hefur spilað á ferlinum.

ÍBV vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur á Þórsvelli í Eyjum, en verið er að leggja gervigras á aðalvöllinn, Hásteinsvöll. Það blés vel á leikmenn og áhorfendur í gær og völlurinn sjálfur ekkert til að hrópa húrra fyrir.

„Ef þetta var hugarfarið fyrir leik er ekki skrýtið að þeir hafi tapað,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason um ummæli Guðmundar í viðtalinu í Þungavigtinni. Kristján Óli Sigurðsson tók undir þetta. „Þetta var athyglisvert viðtal. Þeir nenntu þessu ekki fyrir sitt litla líf.“

Kristján sagði þó að vallaraðstæður hafi alls ekki verið til fyrirmyndar. „Þetta á ekki að vera boðlegt, en þeir eru að leggja gervigras á Hásteinsvöll svo við gefum þeim smá slaka.“

Fram er með 3 stig eftir jafnmarga leiki í Bestu deildinni en ÍBV er með stigi meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl