fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Stjörnurnar í Fossvoginum fá hressilega á baukinn – „Maður er í smá sjokki“

433
Föstudaginn 25. apríl 2025 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur tapaði fyrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í gær og voru sparkspekingar allt annað en hrifnir af frammistöðu Víkings í leiknum.

Fram að þessu hafði Víkingur unnið leiki sína gegn hinum nýliðunum, ÍBV, sem og KA í deildinni í sumar en tapað sannfærandi fyrir Eyjamönnum í bikarnum skömmu síðar.

„Þetta var bara ekki gott og það voru leikmenn þarna inni á sem voru bara hræðilega lélegir. Ég man ekki eftir því að Davíð Örn Atlason hafi verið svona lélegur, hann hitti ekki fyrirgjöf. Erlingur Agnarsson, Daníel Hafsteinsson, voru ekki góðir,“ sagði Valur Gunnarsson um Víkingsliðið í Innkastinu á Fótbolta.net.

Sæbjörn Steinke sagði þá að Víkingur þyrfti að fá meira út úr Gylfa Þór Sigurðssyni, sem kom eftirminnilega til félagsins í vetur.

„Við verðum að auglýsa eftir honum. Menn voru að taka boltann af honum í návígum og svona eins og þetta væri bara hver annar leikmaður. Maður bjóst við að hann væri betri í að stíga menn út og svoleiðis,“ sagði hann áður en Valur tók til máls á ný.

„Maður er í smá sjokki. Maður hefur alltaf svo mikla trú á þessu Víkingsliði, að þeir fari í gang og vinni kannski á síðustu fimm mínútunum. En það var ekkert í þessum leik sem sagði mér að Víkingur væri að fara að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning