fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hræðilega vandræðaleg lygi hans opinberuð – Setti fram færslu í gær sem stenst ekki skoðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 20:30

Joey Barton - Eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton er einn umdeildasti leikmaðurinn sem enski boltinn hefur haft og ekki hefur það minnkað eftir að hann hætti í boltanum.

Barton er oft með umdeildar skoðanir á samfélagsmiðlum og er óhræddur við að láta menn heyra það.

Í gær skellti Barton inn færslu með mynd úr ensku götublaði frá árinu 2011, þar var sagt að Manchester United hefði haft áhuga á honum.

„Varð að hafna Ferguson, það var ekki einfalt. Ég elskaði að spila hjá Newcastle og elskaði Manchester City líka,“ sagði Barton.

Þessi orð hans stangast á við það sem hann hefur áður sagt.

Í ævisögu sem Barton gaf út fyrir nokkrum árum sagði hann að áhuginn frá United hefði aldrei verið til staðar.

Vinur hans hafi hringt í hann og sagst vera Ferguson, Barton hefði keypt það til að byrja með en svo fengið að vita hvað var í gangi.

Barton virðist hafa gleymt því sem hann sagði í ævisögu sinni og ákvað að búa til fallegri og betri sögu fyrir sjálfan sig í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl