fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. desember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, er meðal þeirra sem gætu komið til greina hjá Chelsea ef Enzo Maresca lætur af störfum á Stamford Bridge. Þetta kemur fram í umfjöllun The Sun.

Maresca er sagður undir pressu eftir erfiðan kafla hjá Chelsea, en liðið vann ekki í fjórum leikjum í röð áður en það lagði Everton um helgina. Í kjölfarið lét Ítalinn í ljós mikla óánægju með stöðuna innan félagsins.

„Síðustu 48 klukkustundir hafa verið þær verstu síðan ég kom hingað,“ sagði Maresca eftir leikinn.

Samkvæmt enskum blöðum beindust þessi ummæli að stjórn og yfirstjórn Chelsea, þar sem Maresca telur sig ekki hafa fengið nægilegan stuðning á undanförnum vikum. Orð hans hafa aukið vangaveltur um framtíð hans, þrátt fyrir sigurinn gegn Everton.

Ef til stjórnarskipta kemur er Oliver Glasner, talinn koma sterklega til greina, en hann hefur gert ansi góða hluti með Palace. Gerði hann liðið til að mynda að bikarmeisturum í vor.

Liam Rosenior, stjóri systurfélags Chelsea, Strasbourg, er einnig nefndur sem mögulegur kostur. Hefur hann skilað góðu starfi með franska liðið og er það á toppi Sambandsdeildarinnar til að mynda þegar aðeins ein umferð er eftir. Þess má geta að þar mætir liðið Breiðabliki.

Andoni Iraola hjá Bournemouth og Frank Lampard, goðsgön Chelsea og nú stjóri Coventry, hafa einnig komið upp í umræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs