Chelsea gæti þurft að hefja tímabil sitt án miðjumannsins Enzo Fernandez sem spilaði með liðinu gegn PSG í gær.
Chelsea vann HM félagsliða í úrslitaleiknum gegn frönsku risunum en leiknum lauk með 3-0 sigri þeirra ensku.
Fernandez sem er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins fór af velli meiddur í seinni hálfleik og er möguleiki á að hann verði frá í einhverjar vikur.
Fernandez fann til aftan í læri en það er aðeins um mánuður í að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað.
Hversu alvarleg meiðsli Fernandez eru er ekki vitað en hann er sjálfur á leið í sumarfrí eins og aðrar stjörnur Chelsea.