fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Mark Harry Kane dugði til sigurs gegn Fulham í hörkuleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 22:18

Harry Kane fagnar marki sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulham tók á móti Tottenham í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir höfðu aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum áður en kom að rimmu kvöldsins og verið í vandræðum. Þeir þurftu á sigri að halda.

Nýliðar Fulham hafa aftur á móti komið öllum á óvart og verið í baráttunni í efri hlutanum það sem af er leiktíð.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Það var hins vegar Harry Kane sem kom Tottenham yfir í uppbótartíma hans með góðu marki og sá til þess að gestirnir leiddu í leikhléi.

Fulham reyndi að finna jöfnunarmark í seinni hálfleik en Tottenham stóð vörnina vel. Liðið fékk þó einnig færi til að tvöfalda forskot sitt.

Meira var ekki skorað og lokatölur 0-1, Tottenham í vil.

Úrslitin þýða að lærisveinar Antonio Conte eru í fimmta sæti með 36 stig. Fulham er í því sjöunda með 31 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist