Enska götublaðið Daily Mail segir að það hafi andað köldu á milli Jadon Sancho og Erik ten Hag undanfarið eftir að stjórinn sagði Sancho ekki leggja sig fram á æfingum.
Sancho sendi frá sér yfirlýsingu og sagði þjálfarann ljúga og að hann væri alltaf gerður að blóraböggli.
Málefni þeirra hafa áður ratað í fréttir en Daily Mail segir að Ten Hag hafi greint frá andlegum veikindum Sancho í fyrra, án leyfis.
Sancho fékk leyfi frá Manchester United í fyrra en Ten Hag greindi frá því að andleg veikindi væru hluti af þeirri ástæðu.
Samkvæmt Daily Mail var málið ekki rætt við Sancho sem hafði ekki áhuga á því að allir væru meðvitaðir um andleg vandamál hans.
Möguleiki er á því að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United en hann og Ten Hag ætla að funda á næstu dögum.