fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag greindi frá andlegum veikindum Sancho án leyfis

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. september 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið Daily Mail segir að það hafi andað köldu á milli Jadon Sancho og Erik ten Hag undanfarið eftir að stjórinn sagði Sancho ekki leggja sig fram á æfingum.

Sancho sendi frá sér yfirlýsingu og sagði þjálfarann ljúga og að hann væri alltaf gerður að blóraböggli.

Málefni þeirra hafa áður ratað í fréttir en Daily Mail segir að Ten Hag hafi greint frá andlegum veikindum Sancho í fyrra, án leyfis.

Sancho fékk leyfi frá Manchester United í fyrra en Ten Hag greindi frá því að andleg veikindi væru hluti af þeirri ástæðu.

Samkvæmt Daily Mail var málið ekki rætt við Sancho sem hafði ekki áhuga á því að allir væru meðvitaðir um andleg vandamál hans.

Möguleiki er á því að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United en hann og Ten Hag ætla að funda á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag