James Maddison virðist grátbiðja félaga sinn Harry Kane um að framlengja samning sinn við Tottenham.
Maddison gekk í raðir Tottenham í sumar en hann og Kane þekkjast vel enda samherjar í enska landsliðinu.
Kane er sterklega orðaður við brottför í sumar en Maddison óskar þess að landi sinn skrifi undir nýjan samning.
,,Við vorum vinir áður en ég skrifaði undir hjá Tottenham, við þekktumst úr enska landsliðinu,“ sagði Maddison.
,,Við erum með svipuð áhugamál og náum vel saman fyrir utan fótbolta. Ég myndi elska það ef Harry verður áfram, hann er besta nía heims að mínu mati.“
,,Það sem gerist gerist en Harry mun ávallt vera frábær atvinnumaður.“