fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag með skilaboð til eigenda Manchester United: ,,Þá þarftu að eyða peningum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins þurfi að eyða peningum ætli liðið að berjast um enska meistaratitilinn.

Man Utd hefur nú þegar fengið til sín Mason Mount frá Chelsea og Andre Onana frá Inter og þykja þau kaup styrkja leikmannahópinn.

Næstur inn er Rasmus Hojlund frá Atalanta sem þýðir að Man Utd sé búið að eyða yfir 150 milljónum punda í sumar.

Ten Hag er með skilaboð til eigenda félagsins og segir að það sé eðlilegt fyrir lið sem vilji berjast á toppnum að eyða háaum upphæðum í leikmenn.

,,Ég tek auðvitað þátt í þessu en þú sérð hvað önnur lið eru að eyða og þú getur ekki keppt í ensku úrvalsdeildinni ef þú bætir ekki leikmannahópinn,“ sagði Ten Hag.

,,Við vitum hvernig markaðurinn er en ég get ekki breytt honum eða einhver annar hjá félaginu. Þetta er val; ef þú vilt berjast um titla þá þarftu að eyða peningum.“

,,Við erum alltaf að leita að meiri gæðum. Ef þú vilt spila fyrir United þá þarftu að vera í hæsta gæðaflokki og nýta tækifærin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar