Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins þurfi að eyða peningum ætli liðið að berjast um enska meistaratitilinn.
Man Utd hefur nú þegar fengið til sín Mason Mount frá Chelsea og Andre Onana frá Inter og þykja þau kaup styrkja leikmannahópinn.
Næstur inn er Rasmus Hojlund frá Atalanta sem þýðir að Man Utd sé búið að eyða yfir 150 milljónum punda í sumar.
Ten Hag er með skilaboð til eigenda félagsins og segir að það sé eðlilegt fyrir lið sem vilji berjast á toppnum að eyða háaum upphæðum í leikmenn.
,,Ég tek auðvitað þátt í þessu en þú sérð hvað önnur lið eru að eyða og þú getur ekki keppt í ensku úrvalsdeildinni ef þú bætir ekki leikmannahópinn,“ sagði Ten Hag.
,,Við vitum hvernig markaðurinn er en ég get ekki breytt honum eða einhver annar hjá félaginu. Þetta er val; ef þú vilt berjast um titla þá þarftu að eyða peningum.“
,,Við erum alltaf að leita að meiri gæðum. Ef þú vilt spila fyrir United þá þarftu að vera í hæsta gæðaflokki og nýta tækifærin.“