fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Stjórinn tjáði sig um óvæntu fregnir gærdagsins – „Það er opið leyndarmál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fóru af stað óvæntir orðrómar um að David Raya, markvörður Brentford, gæti verið á leið til Arsenal. Thomas Frank stjóri Brentford hefur tjáð sig um framtíð leikmannsins.

Raya hefur undanfarið verið orðaður við Bayern Munchen en í gær var greint frá því að Arsenal vildi fá Spánverjann í samkeppni við Aaron Ramsdale.

„Ég skil það að hann vilji fara ef gott tækifæri býðst,“ segir Frank.

„David er leikmaður Brentford eins og er og mér hefur ekki verið tjáð annað. En það er opið leyndarmál að við erum til í að selja hann fyrir rétta upphæð.“

Brentford er talið vilja 40 milljónir punda fyrir Raya og telur Frank það sanngjarnt.

„Ég væri mjög til í að fá 40 milljónir punda. Hann var einn af fjórum bestu markvörðum deildarinnar á síðustu leiktíð. Declan Rice kostaði 105 milljónir punda og það er verið að tala um meira en 100 milljónir fyrir Harry Kane. Hann er markvörður á besta aldri svo það er sanngjarnt. Það er samt gott að ég sé ekki um þessar viðræður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum