fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Stjórinn tjáði sig um óvæntu fregnir gærdagsins – „Það er opið leyndarmál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fóru af stað óvæntir orðrómar um að David Raya, markvörður Brentford, gæti verið á leið til Arsenal. Thomas Frank stjóri Brentford hefur tjáð sig um framtíð leikmannsins.

Raya hefur undanfarið verið orðaður við Bayern Munchen en í gær var greint frá því að Arsenal vildi fá Spánverjann í samkeppni við Aaron Ramsdale.

„Ég skil það að hann vilji fara ef gott tækifæri býðst,“ segir Frank.

„David er leikmaður Brentford eins og er og mér hefur ekki verið tjáð annað. En það er opið leyndarmál að við erum til í að selja hann fyrir rétta upphæð.“

Brentford er talið vilja 40 milljónir punda fyrir Raya og telur Frank það sanngjarnt.

„Ég væri mjög til í að fá 40 milljónir punda. Hann var einn af fjórum bestu markvörðum deildarinnar á síðustu leiktíð. Declan Rice kostaði 105 milljónir punda og það er verið að tala um meira en 100 milljónir fyrir Harry Kane. Hann er markvörður á besta aldri svo það er sanngjarnt. Það er samt gott að ég sé ekki um þessar viðræður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“