Thomas Tuchel, stjóri Bayern, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um mögulega komu Harry Kane til félagsins.
Kane er sterklega orðaður við Bayern en hann er á mála hjá Tottenham og á aðeins ár eftir af samningi sínum.
Tuchel vildi ekki gefa mikið upp í viðtalinu og segist ekki ætla að tjá sig um leikmenn sem eru ekki skráðir leikmenn Bayern.
,,Ég er bara með gríðarlega leiðinlegt svar. Ég tjái mig ekki um leikmenn sem eru ekki hluti af okkar hóp,“ sagði Tuchel.
,,Það er vel vitað að við erum að leita að nýrri níu. Ef við finnum einhvern sem hentar okkur þá leggjum við allt í sölurnar til að fá hann.“
,,Ef við finnum engan þá erum við ánægðir með okkar hóp en við þurfum að sýna þolinmæði.“