fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 09:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er einn sá mest spennandi í heimi og verður barist um hann næsta sumar.

Bellingham hefur farið á kostum með Borussia Dortmund undanfarin tvö ár. Þá er hann að eiga frábært Heimsmeistaramót í Katar með enska landsliðinu, en það er komið í 8-liða úrslit. Ekki minnkar það áhugann.

Talið er að Dortmund vilji allt að 130 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Auk Liverpool hefur Real Madrid mikinn áhuga á að fá hann.

Það hefur þó verið talið að Liverpool leiði kapphlaupið um Bellingham og hafi lagt mestu vinnuna á sig við að reyna að fá hann.

Christian Falk, blaðamaður Bild, undirstrikar það að Liverpool leiði kapphlaupið.

Þá segir hann að fjölskylda Bellingham kjósi það helst að hann endi á Anfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“