fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Spáir fyrir um topp fjóra – Missir Tottenham af lestinni?

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. október 2022 20:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Owen, goðsögn enska boltans, hefur spáð fyrir um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Owen viðurkennir að það sé erfitt að sjá fyrir hvaða lið ná Meistaradeildarsæti en hann telur að bæði Tottenham og Manchester City missi af lestinni.

Owen segir þó að bæði lið eigi góða möguleika en ef hann ætti að spá í framtíðina munu Manchester City, Liverpool, Chelsea og Arsenal enda í topp fjórum.

Owen er fyrrum leikmaður Liverpool sem og Man Utd en hann segir að það fyrrnefnda sé enn besta eða næstbesta lið heims þrátt fyrir erfiða byrjun. Liverpool er tíu stigum frá toppnum fyrir umferð helgarinnar.

,,Það er erfitt að spá fyrir um topp fjóra. Manchester City, klárlega. Ég held að Chelsea verði þarna sem og Arsenal,“ sagði Owen.

,,Ég get ekki valið á milli Liverpool og Tottenham þessa stundina. Ég segi Liverpool en það er erfitt að skilja Tottenham eftir þegar þeir eru líka að spila vel.“

,,Manchester United á líka góða möguleika. Þetta er risastórt félag sem allir búast við að endi í topp fjórum. Liverpool er ennþá á meðal bestu liðanna. Arsenal hefur byrjað tímabilið vel en ég held að Liverpool og Man City séu enn topp tvö liðin í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot