fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Metfjöldi sá Arsenal rúlla yfir Chelsea

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal fór illa með lið Chelsea í æfingaleik sem fór fram í nótt en spilað var í Orlando í Bandaríkjunum.

Bæði lið tefldu fram nokkuð sterku byrjunarliði en Arsenal hafði betur sannfærandi í þessum leik.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu og um 20 mínútum síðar bætti Martin Ödegaard við öðru.

Bukayo Saka og Albert Sambi Lokonga skoruðu svo í síðari hálfleik í leik sem Arsenal vann, 4-0.

Chelsea var með nokkra byrjunarliðsmenn á vellinum og má nefna Mason Mount, Kai Havertz, Edouard Mendy, Reece James, Thiago Silva og Raheem Sterling.

Arsenal var einnig með sterkt byrjunarlið og fékk William Saliba tækifæri í vörninni ásamt Oleksandr Zinchenko sem kom til liðsins í sumar.

Metfjöldi mætti á leikinn í nótt en tæplega 64 þúsund manns sáu viðureignina sem er met á Camping World Stadium.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag