fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Skilur ekki af hverju stuðningsmennirnir hata hann – ,,Bjargaði ykkur frá því að deyja“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 19:00

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og Leeds, skilur ekki af hverju stuðningsmenn þess síðarnefnda eru enn með hatur í hans garð.

Ferdinand er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Leeds eftir að hafa samið við Manchester United fyrir metfé árið 2002.

Leeds var að selja sinn besta leikmann til Barcelona á dögunum, Raphinha, og kostar hann spænska félagið um 55 milljónir punda.

Ferdinand segir að þetta sé sala sem Leeds þarf á að halda rétt eins og þegar félagið seldi hann til Manchester.

,,Þetta er svipað þegar kemur að því [fjármálum félagsins] en ég þekki ekki smáatriðin og hvernig þetta virkar hjá Leeds í dag, þeir voru þó að eyða meira en þeir voru að græða,“ sagði Ferdinand.

,,Það var alltaf vandamál Leeds. Þess vegna sáuði félagið selja leikmenn eins og mig, Robbie Keane, Jonathan Woodgate og fleiri. Margir þurftu að fara til að jafna út reikninga félagsins og í lokin bjarga félaginu.“

,,Þess vegna skil ég ekki af hverju stuðningsmenn Leeds þola mig ekki, ég bjargaði félaginu frá því að deyja. Þetta eru smáatriði sem munu koma upp á yfirborðið á endanum, alveg eins og hjá Barcelona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári