Manchester United tók á móti Brentford í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir strax á 9. mínútu eftir sendingu frá Anthony Elanga. Cristiano Ronaldo taldi sig hafa tvöfaldað forystuna undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun í VAR. Heimamenn leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks.
Manchester United fékk vítaspyrnu á 61. mínútu og tók Ronaldo spyrnuna og skoraði af öryggi. Raphael Varane rak endahnútinn á góðan sigur heimamanna en hann skoraði þriðja markið og sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn eftir sendingu frá Alex Telles.
Manchester United er í 6. sæti deildarinnar með 58 stig, fimm stigum frá Arsenal í fjórða sætinu sem á tvo leiki til góða. Brentford er í fjórtánda sæti með 40 stig.
Að leik loknum brutust út slagsmál á meðal stuðningsmanna en stuðningsmenn United voru að mótmæla eigendum sínum, Glazer fjölskyldunni.
Mikill hiti var í fólki og réðust stuðningsmenn United að stuðningsmönnum Brentford. Löreglu tókst þó fljótt að koma hlutunum í gott lag.
Sjáðu atvikið hér að neðan.
Manchester United fans clash with Brentford fans before the game earlier this evening. #manchesterunited #brentford #RedArmy #GlazersOut #football #PremierLeague pic.twitter.com/IjHvkzAfRm
— Story picture agency (@Storypicagency) May 2, 2022