fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Greenwood handtekinn: Faðir Robson tjáir sig – „Sími hennar var hakkaður“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood hefur verið handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um nauðgun og líkamsárás en þetta kemur fram í yfirlýsingur frá lögreglunni í Manchester.

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur sett Mason Greenwood, leikmann liðsins, í bann vegna ásakana um ofbeldi.

Greenwood fær ekki að mæta á æfingar né spila leiki með aðalliðinu eftir að Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.

Manchester United gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að klúbburinn væri meðvitaður um þær ásakanir sem væru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Félagið tók fram að það fordæmdi hverskonar ofbeldi en vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en allar staðreyndir þess kæmu í ljós.

Nú hefur félagið sett leikmanninn í ótímabundið bann. „Mason Greenwood mun ekki mæta á æfingar né spila með liðinu þangað til annað kemur í ljós,“ stóð í yfirlýsingu.

Faðir hennar tjáir sig:

Faðir stúlkunnar hefur rætt málið við ensku blöðin. „Það fyrsta sem við vissum af þessu var í morgun, þetta er hræðilegt. Við erum að meðtaka þetta. Sem faðir viltu ekki að dóttir þín verði fyrir svona. Lögreglan hefur rætt við okkur og Robson gaf skýrslu,“ segir faðir hennar.

„Hún segir okkur að sími sinn hafi verið hakkaður, við sögðum henni að eyða þessu út og hún gerði það. Það var of seint.“

„Við höfum þekkt Mason lengi. Hann hefur verið hluti af fjölskyldu okkar síðustu ár. Robson er í rusli því hún vildi ekki birta þetta.“

„Samband þeirra hefur ekki verið gott síðustu mánuði, þetta tekur mikið á hana. Lögreglan sér um málið núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar