fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Arnar fer ítarlega yfir tíðindi dagsins úr Víkinni: Önnur félög sýndu áhuga – „Það er ekkert persónulegt og enginn þarf að fara í fýlu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júlí 2023 11:13

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birnir Snær Ingason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. sem gildir út leiktíðina 2025. Arnar Gunnlaugsson þjálfari er að vonum himinnlifandi með tíðindi dagsins.

Hinn 26 ára gamli Birnir var að verða samningslaus eftir tímabilið og gat þá farið frítt. Hafði hann til að mynda verið orðaður við Breiðablik. Nú er hins vegar ljóst að hann verður áfram.

„Þetta eru hrikalega sterkar fréttir fyrir lokaátökin í sumar. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur,“ sagði Arnar er 433.is ræddi við hann í sólinni í Víkinni í morgun.

Birnir hefur verið frábær í sumar á sínu öðru tímabili í Víkinni, skorað sex mörk og lagt upp jafnmörg. Arnar var spurður út í það hvort Birnir hafi gert eitthvað öðruvísi en vanalega á undirbúningstímabilinu.

„Það var kannski smá hugarfarsbreyting. Hann átti líka fínasta tímabil í fyrra, miðað við að þetta hafi verið fyrsta tímabilið með okkur. En svo setti hann bara í annan gír í vetur og þú uppskerð eins og þú sáir í þessum bransa og þessu lífi.

Hér í Víkinni fá menn mjög góða umgjörð til að bæta sig en á endanum kemur þetta allt frá þeim sjálfum. Hann hefur alltaf verið duglegur í gegnum allan sinn feril en ég held að hann hafi tekið aukaskref í vetur.“

video
play-sharp-fill

Sem fyrr segir var Birnir orðaður við brottför frá Víkingi en ákvað að lokum að vera áfram. Það var vitaskuld áhugi annars staðar frá.

„Leikmenn og þjálfarar eru sjálfselskir. Þeir skoða hvað er í boði og það er bara frábært, þeir heyra hvað aðrir þjálfarar segja og á endanum taka þeir þá ákvörðun sem hentar þeim best. Birnir taldi sínum ferli best borgið hér hjá okkur sem gerir mig mjög glaðan.“

Arnar skilur það vel að íslensk félög reyni að kroppa í leikmenn sem eru að standa sig vel annars staðar.

„Ég vona að við séum með þannig lið að þegar leikmenn eru á lausu reyni menn að stökkva á það. Það er bara hrós. Það er ekkert persónulegt og enginn þarf að fara í fýlu. Við gerum það nákvæmlega sama ef bestu leikmenn annarra liða eru á lausu. Þetta er bara hluti af leiknum.

Það er svo mikil leikmannavelta hjá okkur á hverju ári. Ef leikmenn vilja fara þá segir ég bara: Takk kærlega fyrir mig og gangi þér vel annars staðar. Ef þú vilt vera áfram er það bara frábært.“

Nýr samningur lokar þó engum dyrum fyrir Birni varðandi atvinnumennsku.

„Ef þú ert að standa þig vel í Bestu deildinni er áhugi erlendis frá. Vonandi fer Birnir út á einhverjum tímapunkti. Bara ekki í sumar.“

Viðtalið í heild er í spilaranum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Í gær

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Í gær

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Í gær

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
Hide picture