fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Viðurkennir að Ronaldo sé á of háum launum og sé ekki möguleiki

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 18:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, þjálfari Sporting, viðurkennir að það væri í raun ómögulegt fyrir félagið að semja aftur við Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu til Portúgals en hann vakti fyrst heimsathygli sem leikmaður Sporting.

Ronaldo er í dag 37 ára gamall og spilar með Manchester United en er ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.

Amorim telur að Ronaldo sé ekki á leið aftur til Sporting enda er launapakki hans ekki eitthvað sem öll félög ráða við.

,,Ronaldo er toppleikmaður, hann er leikmaður Manchester United. Ég mun svara alveg eins og ég svara mörgum blaðamönnum í Portúgal. Hann er leikmaður Manchester United,“ sagði Amorim.

,,Allir hjá Sporting eru með draum varðandi endurkomu Ronaldo en við erum ekki með peningana til að borga launin hans. Ég held að hann sé ánægður í Manchester en fær ekki að spila þessa dagana sem er vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“