fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Munu Blikar gugna á lokakaflanum aftur?

433
Laugardaginn 3. september 2022 18:00

Sigurður býst við að lið á borð við Breiðablik muni aðeins færast lengra frá lakari liðum deildarinnar. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var fyrsti gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó sem hóf göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Íþróttavikan er á dagskrá á föstudögum á Hringbraut en framundan er stórskemmtilegur íþróttavetur.

Aron snéri heim fyrir tímabilið eftir feril í atvinnumennsku og segist vera glaður að vera kominn heim og sé ekkert að pæla mikið í veðrinu.

„Það er gaman að vera kominn heim og allt svoleiðis en auðvitað erum við í Val ekki á þeim stað sem við viljum vera. Þannig þetta er búið að vera smá vonbrigði en sem betur fer er búið að lengja tímabilið þannig við getum rétt úr kútnum.“

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, er stuðningsmaður Vals og spurði hvort sínir menn væru að fara sækja þriðja sætið en Valur er sem stendur í því fjórða. „Ég væri til í að stefna einu ofar. Við lítum á það þannig að fyrsta sætið sé eiginlega farið. Það þarf eitthvað stórt að gerast til að þeir klúðri því.“

Benedikt benti á að Blikar væru þekktir fyrir að brotna þegar allt væri undir eins og Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, benti á eftir sigurleikinn gegn Blikum í bikarnum. „Það var smá hnífur þar. Það er gaman að það sé rígur og búa til smá umtal og hafa gaman af þessu. En ég á erfitt að sjá Blikana klúðra þessu úr þessu.“

Hörður benti á að það sé stutt á milli. Aðeins séu tvær vikur síðan hann var farinn að halda að Valsmenn væru að gera sig gildandi. „Tvö jafntefli í röð eru búnir að henda því út um gluggann. Þeir eiga Blika í næstu umferð og aftur í úrslitakeppninni. Þar eru sex stig. Þetta er búið að vera skemmtilegt sumar og svo er október handan við hornið sem við vitum ekkert hvað gerist. Blikar eru komnir með pressu á sig eftir þetta tap í bikarnum. Þriðja sumarið í röð eru þeir að spila frábæran fótbolta 90 prósent af mótinu en mun það skila þeim einhverju? Hefðu þeir farið í bikarúrslit hefði það létt á þeim.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
Hide picture