fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433

Freyr um tæklinguna á Dagnýju: Hún er með far frá nafla niður á lífbein

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 22. júlí 2017 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, var virkilega óhress í kvöld eftir 2-1 tap gegn Sviss á EM.

Freyr var alls ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld en flestir Íslendingar eru á því máli að dómaratríóið hafi átt slakan leik.

,,Maður er sár og svekktur. Það er það sem er efst í huga. Það blandast stolt og ánægja yfir umhverfinu og hugarfari leikmanna en ég er svekktur með að tapa,“ sagði Freyr.

,,Við vorum ekkert sérstök fyrstu 15 og náum svo smá tökum og skorum mark og förum að halda boltanum og það er ekkert að gerast og svo upp úr engu er eins og eitthvað springi allt á vellinum og allt fer í háa loft á fimm mínútum og við fáum á okkur mark.“

,,Við erum ofboðslega heiðarleg þjóð, fólk og íþróttamennirnir okkar eru það líka. Ég vil ekki að við séum að svindla eða tuða á vellinum eins og þær voru að gera.“

,,Eruði búnir að sjá þetta? Er þetta ekki pjúra rautt? Hún er far frá nafla niður á lífbein sko,“ sagði Freyr um brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma í leiknum.

Nánar er rætt við Frey hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íþróttavikan: Þjálfarastöður losna hér og þar – Víkingur getur klárað titilinn í kvöld

Íþróttavikan: Þjálfarastöður losna hér og þar – Víkingur getur klárað titilinn í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina: Telur að Arsenal vinni deildina nokkuð þægilega – Algjörar hörmungar Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina: Telur að Arsenal vinni deildina nokkuð þægilega – Algjörar hörmungar Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney öskuillur með gang mála – „Þetta er ekki Manchester United“

Rooney öskuillur með gang mála – „Þetta er ekki Manchester United“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool skoðar arftaka Konate

Liverpool skoðar arftaka Konate
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Chamberlain hættir með Breiðablik og fer til Svíþjóðar

Chamberlain hættir með Breiðablik og fer til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Óli Kristjáns hættir með Þrótt – Verður aðstoðarþjálfari landsliðsins

Óli Kristjáns hættir með Þrótt – Verður aðstoðarþjálfari landsliðsins