fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433

Alfreð Finnboga: Aðfaranótt þriðjudags var erfið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. júní 2017 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Staðan á mér er góð,“ sagði Alfreð Finnbogason framherji Augsburg og Íslands við 433.is á Laugardalsvelli í dag.

Alfreð var frá vegna ælupestar á æfingu á þriðjudag en er að ná fullri heilsu og verður klár á sunnudaginn.

,,Aðfaranótt þriðjudags var erfið, ég vaknaði og var með smá ælu. Ég náði ekki neinni almennilegri slökun og talaði við Heimi um morgunin, hann sagði mér að vera heima ef þetta væri eitthvað meira en það. Sem betur fer var þetta ekkert meira, ég náði góðri hvild í gær og góðum svefni.“

,,Ég veit ekki hvað þetta var, hvort ég borðaði eitthvað vitlaust eða væg matareitrun. Núna snýst þetta um að vera klár á sunnudaginn og klár í hausnum.“

Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM á sunnudaginn og Alfreð á von á erfiðum leik. Króatía er á toppi riðilsins með 13 stig en Ísland í öðru sæti með 10 stig.

,,Þeir verða væntanlega meira með boltann og líklegri, þetta snýst svo um hvað við gerum þegar við fáum boltann. Að við séum ekki fljótir að tapa honum, það verða opin svæði hjá þeim og fyrir aftan þá.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Hver er staðan á Pogba?
433Sport
Í gær

„Ótrúlegt hvernig umtal um félag getur breyst á skömmum tíma“

„Ótrúlegt hvernig umtal um félag getur breyst á skömmum tíma“
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn um þá ásökun að hann sé nauðgari – „Það særir mig, sérstaklega þegar þetta eru lygar“

Tjáir sig í fyrsta sinn um þá ásökun að hann sé nauðgari – „Það særir mig, sérstaklega þegar þetta eru lygar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Valur lánar Ragnheiði til Hollands