fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

433
Laugardaginn 3. janúar 2026 07:30

Gylfi Þór Sigurðsson, Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.

Arnar Gunnlaugsson tók við íslenska karlalandsliðinu í byrjun árs 2025 og með honum kom jákvæður blær. Úrslitin hafa þó í heildina látið á sér standa.

Ísland byrjaði á að tapa gegn Kósóvó og falla niður í C-deild Þjóðadeildarinnar undir stjórn Arnars. Við tóku æfingaleikir þar sem vannst til að mynda sterkur sigur á Skotum úti. Því næst var það undankeppni HM, þar sem Ísland féll úr leik þrátt fyrir jafntefli og naumt tap gegn Frökkum.

video
play-sharp-fill

„Þetta byrjaði ekki sérstaklega hjá Arnari, hent út af Kósóvó. Svo gerðum við ágætlega í nokkrum leikjum í undankeppninni en í enda dags var okkur hent út (gegn Úkraínu).

Ég mun seint fyrirgefa það að það hafi ekki verið hóað í Gylfa Þór fyrir það verkefni. Hvernig hann var að spila undir lok móts, reynsla hans og gæði. Það er fullt af mönnum sem hefði verið hægt að taka út, bara inn með hann,“ sagði Kristján í þættinum.

Gylfi sló í gegn með Íslandsmeisturum Víkings undir lok móts í fyrra og kölluðu margir eftir að hann yrði í landsliðinu í kjölfarið. Svo fór ekki, eins og Kristján talar um.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Í gær

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Í gær

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands
433Sport
Í gær

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi
433Sport
Í gær

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
Hide picture