Forseti Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, segir að það sé eitthvað að ef Ousmane Dembele vinnur ekki Ballon d’Or verðlaunin á þessu ári.
Dembele hefur spilað virkilega vel með PSG á þessu ári en hann kemur til greina í valinu ásamt mörgum öðrum góðum eins og Lamine Yamal og Mohamed Salah.
Al-Khelaifi er þó sannfærður um að það sé aðeins einn maður sem á að koma til greina og er það Dembele sem er 28 ára gamall og spilar á vængnum.
,,Ousmane átti stórkostlegt tímabil. Það er engin vafi á því að hann muni vinna Ballon d’Or,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Ef hann vinnur ekki verðlaunin þá er eitthvað vandamál hjá Ballon d’Or. Hann hefur gert allt til að verðskulda þau.“