Cole Palmer, stjarna Chelsea, var stjarnan í nýrri auglýsingu frá Nike sem hefur vakið mikla athygli.
Palmer er samningsbundinn Nike en hann er lítið fyrir sviðsljósið en ákvað að slá til að þessu sinni.
Palmer þurfti vissulega ekki að sýna mikla leikhæfileika í auglýsingunni en er sjáanlegur undir lokin.
Það er í raun erfitt að útskýra hvað nákvæmlega átti sér stað í þessari auglýsingu en hana má sjá hér fyrir neðan.