Það virðist vera mjög algengt í sumar að leikmenn hafni því að ganga í raðir þýska stórliðsins Bayern Munchen.
Bayern hefur sýnt mörgum leikmönnum áhuga en nefna má Nico Williams, Florian Wirtz og Luis Diaz.
Þeir þrír hafa ekki áhuga á að færa sig til Þýskalands og ákvað félagið því að reyna við Kaoru Mitoma hjá Brighton.
Mitoma varð nýjasti leikmaðurinn til að hafna Bayern og hefur ákveðið að halda sig hjá Brighton og skrifa undir nýjan samning.
Japaninn er sáttur hjá Brighton og lifir fínu lífi en hann skoraði tíu mörk og lagði upp önnur fjögur í 36 leikjum í vetur.