Troy Deeney reyndi að fela þá staðreynd að hann hafi verið læstur á bakvið lás og slá árið 2012 en hann sat inni í um þrjá mánuði.
Deeney var handtekinn vegna slagsmála en hann átti á þeim tíma þriggja ára gamlan og var á mála hjá Watford.
Deeney er markahæsti leikmaður í sögu Watford í efstu deild Englands en hann er 37 ára gamall í dag og hefur lagt skóna á hilluna.
Englendingnum tókst að fela það frá syni sínum að hann hafi verið dæmdur í fangelsi á þessum tíma en mörgum árum seinna komst strákurinn að sannleikanum.
Þessi fyrrum framherji var fyrsti gestur í nýjum hlaðvarpsþætti Adebayo Akinfenwa og fór yfir ýmis mál og þar á meðal lífið í fangelsinu.
,,Ég var læstur inni á mánudegi og var fljótt búinn að átta mig á að þetta væri að gerast,“ sagði Deeney.
,,Þegar ég sat inni var mér skipað að taka 300 armbeygjur á dag, sonur minn hafði ekki hugmynd um að ég væri í fangelsi.“
,,Hann hélt að ég væri í æfingaferð og þurfti að hringja í hann á hverjum degi klukkan sex. Hann var þriggja ára svo það var auðvelt að ljúga.“
,,Hann komst að sannleikanum mörgum árum seinna því einhver í skólanum hans sagði honum frá því.“