Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Miðað við ummæli Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara hentar Íslandi betur að mæta Sviss og Noregi í komandi leikjum á EM, heldur en Finnlandi í fyrsta leik.
Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi, liðinu sem átti að vera viðráðanlegasti andstæðingurinn í riðlinum fyrirfram. Þorsteinn var ekki á því miðað við ummæli hans í viðtali við 433.is eftir tapið.
„Ég mat það svo að finnska liðið væri jafnvel erfiðasta liðið fyrir okkur að spila á móti. Þær eru góðar í ákveðnum hlutum og gera þá mjög vel. Ég vissi alveg að þetta yrði erfiðari leikur en fólk greinilega gerði sér grein fyrir.“
Ísland var einnig með Sviss og Noregi í Þjóðadeildinni í vetur og þekkir liðin því vel. Vonandi hefur Þorsteinn því eitthvað til síns máls og það hjálpi okkur að hafa betur gegn þessum liðum, fara upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit.
Stelpurnar okkar mæta gestgjöfum Sviss annað kvöld og verða í raun að vinna. Svo mæta þær Noregi á fimmtudag.
Meira
Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“