Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir andlát Diogo Jota en framherji liðsins lést í umferðarslysi á Spáni í nótt.
Jota og bróðir hans Andre, létust eftir að eldur kviknaði í bifreið þeirra sem hafði hafnað utan vegar.
Atvikið átti sér stað í Zamora héraði á Spáni þar sem slysið á að hafa átt sér stað á þjóðvegi A-52.
Jota var 28 ára gamall en hann var keyptur til Liverpool árið 2020. Hann lék áður með Wolves áður en hann fór til Liverpool.
Hann gekk í það heilaga fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn með eiginkonu sinni.
Yfirlýsing Liverpool:
Knattspyrnufélagið Liverpool er miður sín vegna hörmulegs andláts Diogo Jota.
Félaginu hefur verið tilkynnt að hinn 28 ára gamli leikmaðurinn hafi látist eftir umferðarslys á Spáni ásamt bróður sínum, Andre.
Liverpool FC mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og biður um frið fyrir fjölskyldu, vini, liðsfélaga og aðra aðilar til að reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi.
Við munum halda áfram að veita öllu þessu fólki stuðning.