Michel Lacroix, eiginkona Kevin de Bruyne sást í Napólí í vikunni að skoða hús. Ýtir þetta undir sögur um að miðjumaðurinn fari þangað.
Manchester City ákvað að bjóða De Bruyne ekki nýjan samning og heldur hann því á vit nýrra ævintýra í sumar.
Liverpool, lið í MLS deildinni og Sádí Arabíu hafa verið nefnd til sögunnar en líka Napoli sem leikur undir stjórn Antonio Conte.
Conte er sagður hafa mikla trú á De Bruyne og að nóg sé eftir hjá honum þrátt fyrir að vera 34 ára gamall.
Miðlar í heimalandi hans segja svo að eiginkona hans hafi farið til Napólí í vikunni að skoða hús sem ýtir undir það að hann fari þangað.