fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn sádiarabísku deildarinnar eru stórhuga fyrir sumarið og má búast við því að enn fleiri stórstjörnur mæti í deildina. Sky Sports fjallar um málið.

Það vakti mikla athygli sumarið 2023 þegar félög í deildinni sönkuðu að sér stórum nöfnum. Má þar nefna Neymar og Karim Benzema, en Cristiano Ronaldo kom í deildina nokkrum mánuðum fyrr.

Þetta sumar eyddu félög í deildinni yfir 700 milljónum punda. Dróst þessi eyðsla mikið saman í fyrra, eða um 50 prósent, og var meiri áhersla sett á að sækja unga leikmenn.

Í sumar má þó gera ráð fyrir að deildin sæki ansi stór nöfn og eru Bruno Fernandes, Jack Grealish og Victor Osimhen á meðal nafna á blaði.

Í bland verður lögð áhersla á að semja við virkilega spennandi unga leikmenn, eins og gert var með því að ná í Jhon Duran til Al-Nassr í janúarglugganum.

Félög í deildinni hafa þó einnig fengið að vita að þau hafi ekki ótakmarkað fjármagn milli handanna og að þau þurfi að reka sig eins og góð fyrirtæki. Því fylgir að selja leikmenn einnig og þess háttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Í gær

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi