Knattspyrnusamfélagið í Nýja-Sjálandi syrgir nú Grant McKeen, sem lést í miðjum leik um helgina.
Grant McKeen lék með áhugamannaliðinu Waterside Karori en féll hann frá í leik liðsins á laugardag. Skilur hann eftir sig konu og barn.
Félag hans staðfestir fregnirnar í hjartnæmri yfirlýsingu, þar sem Grant er lýst sem frábærum fjölskuldumanni, vini og eiginmanni, auk þess sem hann hafi gefið mikið af sér hvar sem hann var.
Grant var þá mikill stuðningsmaður stórliðs Wellington Phoenix. Félagið sendi einnig út hjartnæma kveðju og minntist hans í leik liðsins á sunnudag.