Wolfsburg hefur staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir fari frítt frá félaginu í sumar.
Íslenska landsliðskonan hefur fengið færri tækifæri á þessu tímabili en áður.
Samningur Sveindísar rennur út 30 júní og mun hún þá geta farið frítt frá þýska félaginu.
Sveindís er meðal annars orðuð við Manchester United en unnusti hennar Rob Holding spilar á Englandi.
Holding er á láni hjá Sheffield United sem er nálægt Manchester og gæti það hentað parinu að vera á sama svæðinu.