Svakalegar óeirðir brutust út í París í gærkvöldi eftir að PSG vann Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Lætin voru svakaleg og fjöldi fólsk slasaðist. Óeirðaseggir komu sér fyrir á götum Parísar og fóru að kveikja í bílum.
Einnig reyndu þeir að koma í veg fyrir að fólk kæmist leiða sinna á bílum. Fór það ekki vel í alla.
Einn vegfarandi ákvað að keyra í gegnum hópinn og lentu nokkrir aðilar undir BMW bifreið hans.
„Ótrúleg ferð á hótelið eftir leikinn, mikið af mótmælum, lögregla á svæðinu með táragas og fólk að kveikja elda út um allt. Get ekki hugsað mér hvað hefði gerst ef PSG hefði tapað,“ sagði Piers Morgan stuðningsmaður Arsenal.
Myndskeið af þessu eru hér að neðan.
🚨BREAKING: Explosion of a burning car on the Champs-Elysées in Paris, France after locals riot after celebrating the PSG win against Arsenal.
A car drives through crowds while getting attacked by youths. pic.twitter.com/fdwMkYNGeA
— World Source News 24/7 (@Worldsource24) May 7, 2025