Það er orðið ljóst að Al Hilal í Sádí Arabíu er til að leggja allt í sölurnar til þess að krækja í Bruno Fernandes frá Manchester United í sumar.
Fjölmiðlar í Englandi og Sádí Arabíu fjalla um málið. Þar segir að fundur hafi átt sér stað á milli umboðsmanns Bruno og forráðamanna Al Hilal.
Þar hafi umboðsmaðurinn hafnað fyrsta tilboði Al Hilal en sé klár í viðræður um málið. Vill Al Hilal krækja í Bruno sem fyrst.
Al Hilal á að hafa boðið Bruno 65 milljónir punda í árslaun eða 11,2 milljarða. Al Hilal er til í að borga metfé fyrir Brnuo og er talað í kringum 130 milljónir punda.
Moises Caicedo er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans en Brighton seldi hann til Chelsea á 115 milljónir punda.
Enskir miðlar fjalla um málið en þar segir að forráðamenn United séu öruggir á því að Bruno hafni þessu að lokum, telja þeir að hann vilji taka þátt í að byggja upp nýtt lið hjá United undir stjórn Ruben Amorim.