Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Mikil umræða hefur skapast undanfarið um sölu bjórs á íþróttaleikjum. Einhverjir eru á því að það eigi að banna.
„Það er allt í lagi að vera með þetta á afmörkuðu svæði eins og á Englandi. Það er eitthvað sérstakt að vera með bjór í kringum börn í stúkunni,“ sagði Hrafnkell um málið.
„Þetta truflar mig algjörlega ekki neitt. Ég hef verið að fara á íþróttaviðburði undanfarnar vikur og hef glaður farið með plastglasið í mitt sæti. Ég er ekki að fara á neitt fyllerí,“ sagði Rúnar og hélt áfram.
„Mér finnst fólk gera of mikið úr þessu. Það er eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í. Þá þyrftir þú að banna ansi marga staði.
Þetta dregur fleiri á völlinn, þetta er tekjustofn fyrir félögin. Við ættum að leita leiða til að láta þetta ganga upp.“