Andre Onana, markvörður Manchester United, setti heldur betur óheppilegt met í vikunni er hans menn spiluðu við Tottenham í Evrópudeildinni.
Um var að ræða úrslitaleikinn sjálfan en Tottenham vann viðureignina 1-0 með marki Brennan Johnson.
Onana er fyrrum markvörður Ajax og Inter Milan en hann er nú sá fyrsti í sögunni til að komast í þrjá úrslitaleiki í Evrópu og tapa þeim öllum.
Onana tapaði gegn United með Ajax árið 2017 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og svo með Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester City árið 2023.
Þessi ágæti markvörður bætti við öðrum úrslitaleik er United tapaði gegn Tottenham og er sá eini í sögunni til að tapa þremur úrslitaleikjum með þremur mismunandi liðum í Evrópukeppni.