Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Vestri hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og er liðið í þriðja sæti með 13 stig eftir sjö leiki. Davíð Smári þjálfari liðsins fékk mikið lof í þættinum.
„Menn eru tilbúnir að fara í stríð til að ná í stig og verja þrjú stig. Að ná að búa það til á einu undirbúningstímabil með nýtt lið er magnað,“ sagði Rúnar.
„Svo ertu með Daða (Berg) þarma, það er eins og hann hafi verið að setja 12-15 mörk á hverju tímabili í mörg ár miðað við áruna yfir honum.“