Það voru tveir fyrrum leikmenn Manchester United sem tryggðu Napoli ítalska deildarmeistaratitilinn í gær.
um er að ræða þá Scott McTominay og Romelu Lukaku sem skoruðu báðir í 2-0 sigri á Cagliari heima.
Báðir leikmenn voru losaðir frá United á sínum tíma þar en sá fyrrnefndi hafði spilað með liðinu allan sinn feril.
Napoli endar tímabilið með 82 stig á toppnum en Inter Milan spilaði á sama tíma og gat unnið deildina ef Napoli hefði misstigið sig.
Inter endar tímabilið með 81 stig en hefði náð sigri með sigri á Lazio í næstu síðustu umferð í leik sem lauk 2-2.