Marko Arnautovic hefur staðfest það loksins að hann hafi verið á óskalista Manchester United á sínum tíma.
Man Utd reyndi ítrekað að fá Arnautovic í sínar raðir frá Bologna áður en sá ítalski gekk í raðir Inter Milan og spilar þar enn í dag.
Fjölskylda Arnautovic vildi snúa aftur til Englands en hann lék með bæði Stoke og West Ham á sínum ferli.
Þessi 36 ára gamli sóknarmaður staðfestir að United hafi nokkrum sinnum reynt að fá sig og þar á meðal sumarið 2023.
,,Manchester United reyndi að semja við mig nokkrum sinnum og ákvörðunin var erfið því fjölskyldan vildi snúa aftur til Englands,“ sagði Arnautovic.
,,United er eitt stærsta félagslið heims og Bologna var ekki beint á sama stað en okkur leið nokkuð vel.“