Gary Neville, goðsögn Manchester United, og núverandi sparkspekingur má ekki mæta á heimavöll Nottingham Forest á morgun.
Frá þessu greinir Daily Mail en Forest er ósátt með umfjöllun Neville þegar kemur að eiganda félagsins, Evangelos Marinakis.
Neville gagnrýndi Marinakis nokkuð harkalega nýlega eftir að eigandinn labbaði inn á völlinn eftir leik gegn Leicester og gagnrýndi stjóra liðsins, Nuno Espirito Santo.
Forest er á því máli að Neville hafi eitthvað á móti félaginu og hefur sent inn kvörtun til Sky Sports þar sem fyrrum bakvörðurinn starfar.
Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur fyrir Forest sem getur enn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með sigri.
Félagið bannar Neville einfaldlega að mæta á þennan leik sem er gegn Chelsea sem er í sömu Meistaradeildarbaráttu.