Cesc Fabregas hafði ekki áhuga á að fara frá Como til að taka við Bayer Leverkusen, sökum þess er Erik ten Hag næstur á blaði.
Ten Hag hefur látið Bayer Leverkusen vita að hann sé klár í að taka við.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í nóvember og hefur síðan þá verið án starfs.
Hollenski stjórinn er einnig orðaður við Ajax en er sagður hafa meiri áhuga á því að taka við Leverkusen.
Leverkusen er að leita að eftirmanni Xabi Alonso sem er hættur og mun taka við Real Madrid.