Turki Alalshikh frá Sádí Arabíu hefur áhuga á því að kaupa Milwall sem leikur í næst efstu deild á Englandi.
Turki Alalshikh er þekktastur fyrir það að starfa fyrir skemmtanaiðnaðinn í Sádí og hefur séð um stóra hnefaleikabardaga sem þar hafa farið fram.
Hann vinnur hjá ríkinu þar sem nóg er til af peningum en Sádarnir eiga einnig Newcastle.
Viðræður eru sagðar hafa átt sér stað en Milwall hafnar þeim fréttum þó.
Sagt hefur verið frá því áður að Turki Alalshikh hafði leitað ráða hjá Simon Jordan fyrrum eiganda Crystal Palace um kaup á félagi.
Hafði Jordan ráðlagt honum að kaupa Sheffield Wendesday en staðsetning Milwall hugnast kappnum betur en liðið er staðsett í London.